Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 12:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allt benda til að krísan dragist á langinn og stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða. Ráðherrar sátu ekki allir í sínum sætum á Alþingi í morgun vegna sóttvarna og sat Bjarni til dæmis í stól forsætisráðherra. Vísr/Egill Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira