Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur Guðmundsson er með tvo bolta á lofti sem þjálfari landsliðsins og Melsungen í Þýskalandi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
„Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira