Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 19:50 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Icelandair líkt og annarra flugfélaga. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira