Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2020 21:00 Guðrún Helga segir að hún hefði viljað njóta meðgöngunnar meira, en hún var kvíðin eftir að hafa lent í utanlegsfóstri nokkrum mánuðum áður. Mynd úr einkasafni Guðrún Helga Sörtveit og Steinar Örn Gunnarsson eignuðust sitt fyrsta barn á Valentínusardaginn. Guðrún Helga er förðunarfræðingur og nemi ásamt því að hún heldur úti bloggi á Trendnet og vinsælum samfélagsmiðlum. Hún hvetur foreldra til að bera sig ekki saman við það sem þeir sjá á samfélagsmiðlum hjá öðrum. „Þessa dagana er ég í fæðingarorlofi og er að vinna smá með en ég er fyrst og fremst að njóta þess að vera heima með sex vikna dóttur minni og kærastanum mínum. Ég er svo vön að vera alltaf á fullu og með mörg verkefni í gangi í einu þannig ég er að njóta þess að einbeita mér bara af henni.“ Guðrún Helga sagði frá reynslu sinni af utanlegsfóstri í viðtali hér á Vísi. Hún upplifði það eins og að vera kippt út úr sínu lífi. Þetta hafði mikil áhrif á upplifun hennar af meðgöngunni og olli miklum kvíða. Guðrún segir mikilvægt að muna að allir líkamar eru mismunandi.Mynd/Úr einkasafni Nafn? Guðrún Helga Sörtveit Aldur? 26 ára Barn númer? Fyrsta barn Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég komst að því mjög snemma, var bara komin þrjár eða fjórar vikur. Ég var með einhverja tilfinningu að ég væri ólétt og ákvað að taka próf sem reyndist vera neikvætt en ég fann það bara á mér að ég væri ólétt og ákvað því að taka próf strax daginn eftir og þá kom jákvætt. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar eða vikurnar að 12 vikna og eiginlega að 20 vikna sónar voru mjög erfiðar, mikill kvíði og naut þeirra ekki eins og ég hélt ég myndi gera. Þetta var ótrúlega óþægileg tilfinning og mér fannst óþægilegt að vera í svona mikilli óvissu og bíða eftir sónar, til dæmis alltaf þegar fór á klósettið þá athugaði ég hvort það væri blóð. Ég fékk utanlegsfóstur tveimur mánuðum áður en ég varð ólétt þannig það spilaði mikið inn í þennan kvíða. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það sem kom mér mest á óvart hvað mér leið vel líkamlega, fyrir utan kvíðan þá var þetta draumameðganga. Ég náði að vera í 100 prósent vinnu og 100 prósent námi sem mér fannst æðislegt og geta gert allt sem ég er yfirleitt að gera. Ég vildi samt óska að ég hafi notið meðgöngunnar meira en ég var með kvíða alla meðgönguna en það sem hjálpaði mér hvað var mikið að gera. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mér leið ótrúlega vel óléttri og fékk eiginlega aldrei neikvæða tilfinningu um líkamann minn. Það kom auðvitað stundum móment sem mér fannst óþolandi að ég passaði ekki í neitt eða var þreytt en yfir heildina litið þá leið mér vel. Fyrir nokkrum árum var ég stressuð hvernig líkaminn minn myndi verða útlitslega séð þegar ég yrði ólétt og það hræddi mig að fá slit og það var það eina sem ég pældi í. Núna í dag veit ég hversu mikið kraftaverk það er að eignast heilbrigt barn og af öllu sem gæti farið úrskeiðis þá er maður held ég bara heppin að fá nokkur slit. Allir líkamar eru mismunandi og það er hættulegur leikur að fara bera sig saman við einhvern. Sumir fá slit en aðrir ekki. Slit eru líka ekki einu breytingar sem líkaminn tekst á við, svo margt annað. Líkaminn er svo magnaður og er ég bara endalaust þakklát. Það er bara því miður oft talað neikvætt um slit, þær sem eru með slit tala lítið um það og eru ekki kannski að sýna þau. Ég heyri svo oft „vá hún er svo heppin, hún fékk engin slit,“ á meðan það sem skiptir máli er að það er að móður og barni heilsast vel. Guðrún segir að hún hafi upplifað ljómann á meðgöngu.Mynd/Úr einkasafni Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mér finnst ekkert smá vel haldið utan um um verðandi og nýbakaðar mæður á Íslandi eða ég upplifi það. Það er þvílíkt fagfólk sem vinnur á Landspítalanum og hugsar vel um mann. Ég var eiginlega smá hissa hvað er haldið vel utan um mann. Við vorum líka ótrúlega ánægð með heimaljósuna okkar og hefðum viljað hafa hana í nokkrar vikur í viðbót. Ég hvet bara allar verðandi mæður að spyrja endalaust, spyrja meira heldur en minna og það er engin spurning asnaleg. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Mér fannst eins og ég væri aftur orðin tíu ára á meðgöngunni. Ég hélt mikið upp á allt einfalt, eins og brauð með bönunum, Cheerios og elskaði Svala. Síðan elskaði ég klaka eins og margir. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Kvíðin var erfiðastur og þessi óvissa. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Núna þegar ég lít til baka þá fannst mér ótrúlega gaman að vera með kúlu, ljóminn, hárið mitt varð þykkara, varirnar stækkuðu og ég fékk einhverja óléttu orku sem ég elskaði. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? „Hvernig hefur þú það?“ Það er held algengasta spurningin sem ég fékk sem mér þótti mjög væntum að fá. Það var ein spurning sem ég fékk stundum sem mér fannst mjög þreytandi „ertu ekki þreytt?“ Fannst ekkert leiðinlegra en þegar fólk talaði við mig eins og ég væri veik á meðgöngunni. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já við tókum allan pakkann á þetta, hinir týpísku fyrstu foreldrar og fórum á fæðingarfræðslunámskeið og brjóstagjafanámskeið hjá 9 mánuðum. Mér fannst þetta hjálpa mér mjög mikið, mjög fræðandi og fannst þetta minnka þessa óvissu. Ef ég ætti að mæla með annað hvort, þá mæli ég með brjóstagjafanámskeðinu. Brjóstagjöf er ótrúlega mikil vinna og miklu meiri en mig hefði nokkurn tímann grunað. Fæðingar eru svo mismunandi þannig það er ekki beint hægt að undirbúa sig fyrir það en námskeið hjálpar. Síðan lásum við bókina „Fyrstu mánuðurnir“ og finnst hún æðislega, það stendur bókstaflega allt í henni. Mynd/Úr einkasafni Hvernig var fæðingin? Það má segja að fæðingin hafi byrjað með látum en hún tók átta klukkustundir og 20 mínútur. Ég var sem sagt gengin 41 viku plús sex daga þegar fór af stað og átti tíma í gangsetningu þann 14. febrúar klukkan 08:30. Það var búið að spá rauðri viðvörun 14. febrúar, þannig mér og Steinari kærastanum mínum var boðið að gista uppi á Landspítala þann 13. febrúar og fara síðan í gangsetningu um morguninn. Síðan klukkan svona 01:30 þann 14. febrúar byrjaði ég að fá verki uppi á spítala en við vorum að gera okkur til að fara sofa. Ég ætlaði að fara klósettið fyrir svefninn og fékk þá fyrstu verkina. Ég var ekki alveg að átta mig á hvað væri að gerast og þegar ég sest á klósettið sé ég blóð, mér brá svo mikið og fer aftur inn í herbergið þar sem Steinar liggur og segi honum frá blóðinu, hann stekkur upp úr rúminu og hringir á ljósmóður. Það var því mjög gott að vera upp á spítala og geta fengið strax ljósmóður til að kíkja á mig, ég hefði örugglega orðið mjög stressuð heima. Hún sagði að þetta væri eðlilegt og segir að ég er örugglega bara að fara af stað. Síðan kom enn þá meira blóð og slím með, þetta var örugglega slímtappinn. Ég hringi aftur, alveg að fríka út og hún kemur aftur og segir mér þá að leggjast niður og að hún ætli að setja mig í rit. Síðan er bara eins og einhver ýti á takka og ég byrja strax í virkri fæðingu. Ég hugsaði allan tímann „ég hélt að ég myndi fá pásu á milli hríða“ en hríðarnar urðu strax mjög örar og kraftmiklar. Við erum síðan færð inn á fæðingarstofu, ég vil strax fara í baðið, ríf mig úr öllum fötunum og prófa glaðloftið en þessi tvenna virkaði mjög vel í nokkra klukkustundir. Verkirnir versnuðu og það var engin pása á milli þannig ég ákvað að biðja um mænudeyfingu. Mænudeyfingin virkaði ekki og var sprautað þrisvar sinnum og svo tvisvar með einhverju öðru efni sem ég man ekki hvað heitir en ekkert virkaði, það kom ekki einu sinni smá deyfing. Þetta gerðist allt svo hratt og verð ég að viðurkenna að ég man lítið. Ég þarf endalaust að spyrja Steinar hvað gerðist. Elsku stelpan okkar fann mikið fyrir öllu en hjartslátturinn hennar fór upp í 196 og hún kúkaði mjög mikið í legvatnið, það mikið að legvatnið varð eiturgrænt. Síðan var komið að því að rembast en ég fékk samt strax rembingstilfinningu þegar ég var komin með sjö í útvíkkun, ótrúlega skrítin tilfinning og var ég alltaf að segja „ég þarf að rembast.“ Rembingurinn tók 20 mínútur og fannst mér hann erfiðari heldur en hríðarnar, ég hélt að hún ætlaði aldrei að koma en svo kom hún með mikið og dökkt hár. Hún var samt ótrúlega máttlaus þegar hún kom í heiminn og grét ekkert, heyrðist bara lítið hjal. Hún var tekin og stungið rör ofan í hana og dælt öllum kúknum upp úr henni sem hún gleypti. Hún hefði átt að fara á vökudeild og jafna sig en hún er svo mikill nagli og jafnaði sig strax, algjör hetja. Hún var kölluð Stormhildur Valentína upp á fæðingadeild en hún mætti í rauðri viðvörun og á valentínusardaginn. Hún lét því bíða eftir sér en mætti síðan með trompi. Þannig þetta var erfið fæðing en gekk samt vel og er ég bara óendalega stolt af okkur og þakklát fyrir flotta heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Við Steinar ræddum það mikið hvað okkur fannst allir svo faglegir og fundum við aldrei fyrir stressi eða neinu hjá þeim. Ég áttaði mig eiginlega ekki á að fæðingin hefði verið erfið fyrr en nokkrum vikum eftir á, var ekki alveg búin að átta mig á þessu öllu saman. Klisjan sem er oft sögð að maður gleymir öllum sársauka um leið og maður fær barnið í hendurnar er algjörlega sönn mínu tilfelli, ég gleymdi öllu um leið og ég fékk hana í hendurnar. Stúlkan fékk nafnið Stormhildur Valentína á fæðingardeildinniMynd/Úr einkasafni Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það var engu líkt og ég get eiginlega ekki komið því orð hvað þetta var mögnuð tilfinning. Ég fann strax þessa yfirþyrmandi ástartilfinningu. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað það er magnað og ótrúlega erfitt! Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna. Þetta er það magnaðasta, erfiðasta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Fengu þið að vita kynið? Já við fengum að vita kynið en ég var alveg sannfærð að þetta væri strákur og kærasti minn hélt þetta væri stelpa og hafði rétt fyrir sér. Þetta kom mér mikið á óvart en ég á tvo bræður og fannst þá einhvern veginn að það ætti að koma strákur fyrst. Ert þú búin að velja nafn? Já eftir mikla umhugsun þessa níu plús mánuði þá nefndu við hana fyrir nokkrum vikum Áslaugu Rún. Áslaug í höfuðið á mömmu minni og Rún í höfuðið á systur kærasta míns. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já bara allir að tala um sína upplifun, hvort sem hún er erfið eða góð. Það hjálpar manni svo að ræða hlutina og finna að maður sé ekki einn. Guðrún upplifði sængurkvennagrát fyrstu vikurnar og ráðleggur konum í sömu stöðu að tala við ljósmóður.Mynd/Úr einkasafni Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei, kannski meiri pressa að vera 100 prósent alls staðar, vera sem sagt þessi „ofurkona“. Ég hef oft staðið mig af því að reyna vera alls staðar og fá síðan samviskubit að ég sé ekki búin að taka til eða gera hlutina sem mér finnst ég „eigi“ að vera gera. Þá hefur mamma oft sagt við mig „það er ekki hægt að vera alls staðar“ sem mér finnst ótrúlega góð setning og mikilvægt fyrir allar mæður og alla að átta sig á. Það er ekki hægt að vera að vinna allan daginn, taka til, leika við barnið, hitta vinina, vera með makanum og sinna áhugamálum allt sama daginn. Þeir sem eru líka á samfélagsmiðlum sýna kannski tvö prósent af lífi sínu. Hver var þín upplifun af brjóstagjöf? Brjóstagjöfin gengur mjög vel en ég gef henni samt ábót á kvöldin. Hún tekur brjóstið ótrúlega vel og hefur gert frá fæðingu en framleiðslan mætti vera meiri en er alltaf á fullu að vinna í henni. Það kom mér á óvart hvað brjóstagjöfin gekk vel en ég var búin að ákveða að fara með opnum hug í brjóstagjöfina og ekki setja neina pressu á mig, þar að segja ef hún myndi ekki ganga upp þá væri það svoleiðis en ég ætlaði að reyna mitt besta. Síðan gekk hún bara eins og í sögu. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já og nei. Eftir að eignast barn með makanum þínum sérðu hann í allt öðru ljósi, það er eins og maður verði ástfangin upp á nýtt. Við erum enna samt við og ætlum að halda því áfram. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Já ekki bera ykkur saman við aðrar mæður á samfélagsmiðlum. Það er engin að sýna erfiðu næturnar, barnið sitt eða sig sjálfa grátandi. Ég er mikið á samfélagsmiðlum og því veit ég að lífið er ekki alveg eins og á samfélagsmiðlum. Mynd/Úr einkasafni Hvernig voru fyrstu vikurnar ykkar heima? Fyrstu þrjár vikurnar voru mjög erfiðar. Það er svo skrítið að koma heim og vita ekkert hvað maður á að gera, ég google-aði held ég úr mér vitið og var með 101 spurningu alltaf fyrir heimaljósuna. Ég var með svo miklar tilfinningar og var svo stressuð en það var fljótt að jafna sig. Hver var þín upplifun af sængurkvennagráti? Já ég upplifði mjög mikinn sængurkvennagrátur og grét mikið fyrstu vikurnar, yfir öllu og engu. Ég mæli með að tala við einhvern um þetta og við ljósmóður. Hvernig finnst þér að blanda saman móðurhlutverkinu og samfélagsmiðlum? Ég verð að viðurkenna að mér finnst það mjög erfitt og er enn að reyna finna minn takt. Ég pæli mjög mikið í öllu því sem ég deili af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að deila minni upplifun sem nýbakaðri móður en er minna kannski af deila af henni. Ég mun samt finna minn takt, ég mun auðvitað deila einhverju en öðru ekki. Þetta mun samt taka tíma að finna út hvernig þetta verður en ég er mjög meðvituð um allar myndir og slíkt sem ég set inn af henni. Sjá einnig: Móðurmál Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Guðrún Helga Sörtveit og Steinar Örn Gunnarsson eignuðust sitt fyrsta barn á Valentínusardaginn. Guðrún Helga er förðunarfræðingur og nemi ásamt því að hún heldur úti bloggi á Trendnet og vinsælum samfélagsmiðlum. Hún hvetur foreldra til að bera sig ekki saman við það sem þeir sjá á samfélagsmiðlum hjá öðrum. „Þessa dagana er ég í fæðingarorlofi og er að vinna smá með en ég er fyrst og fremst að njóta þess að vera heima með sex vikna dóttur minni og kærastanum mínum. Ég er svo vön að vera alltaf á fullu og með mörg verkefni í gangi í einu þannig ég er að njóta þess að einbeita mér bara af henni.“ Guðrún Helga sagði frá reynslu sinni af utanlegsfóstri í viðtali hér á Vísi. Hún upplifði það eins og að vera kippt út úr sínu lífi. Þetta hafði mikil áhrif á upplifun hennar af meðgöngunni og olli miklum kvíða. Guðrún segir mikilvægt að muna að allir líkamar eru mismunandi.Mynd/Úr einkasafni Nafn? Guðrún Helga Sörtveit Aldur? 26 ára Barn númer? Fyrsta barn Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég komst að því mjög snemma, var bara komin þrjár eða fjórar vikur. Ég var með einhverja tilfinningu að ég væri ólétt og ákvað að taka próf sem reyndist vera neikvætt en ég fann það bara á mér að ég væri ólétt og ákvað því að taka próf strax daginn eftir og þá kom jákvætt. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar eða vikurnar að 12 vikna og eiginlega að 20 vikna sónar voru mjög erfiðar, mikill kvíði og naut þeirra ekki eins og ég hélt ég myndi gera. Þetta var ótrúlega óþægileg tilfinning og mér fannst óþægilegt að vera í svona mikilli óvissu og bíða eftir sónar, til dæmis alltaf þegar fór á klósettið þá athugaði ég hvort það væri blóð. Ég fékk utanlegsfóstur tveimur mánuðum áður en ég varð ólétt þannig það spilaði mikið inn í þennan kvíða. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það sem kom mér mest á óvart hvað mér leið vel líkamlega, fyrir utan kvíðan þá var þetta draumameðganga. Ég náði að vera í 100 prósent vinnu og 100 prósent námi sem mér fannst æðislegt og geta gert allt sem ég er yfirleitt að gera. Ég vildi samt óska að ég hafi notið meðgöngunnar meira en ég var með kvíða alla meðgönguna en það sem hjálpaði mér hvað var mikið að gera. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mér leið ótrúlega vel óléttri og fékk eiginlega aldrei neikvæða tilfinningu um líkamann minn. Það kom auðvitað stundum móment sem mér fannst óþolandi að ég passaði ekki í neitt eða var þreytt en yfir heildina litið þá leið mér vel. Fyrir nokkrum árum var ég stressuð hvernig líkaminn minn myndi verða útlitslega séð þegar ég yrði ólétt og það hræddi mig að fá slit og það var það eina sem ég pældi í. Núna í dag veit ég hversu mikið kraftaverk það er að eignast heilbrigt barn og af öllu sem gæti farið úrskeiðis þá er maður held ég bara heppin að fá nokkur slit. Allir líkamar eru mismunandi og það er hættulegur leikur að fara bera sig saman við einhvern. Sumir fá slit en aðrir ekki. Slit eru líka ekki einu breytingar sem líkaminn tekst á við, svo margt annað. Líkaminn er svo magnaður og er ég bara endalaust þakklát. Það er bara því miður oft talað neikvætt um slit, þær sem eru með slit tala lítið um það og eru ekki kannski að sýna þau. Ég heyri svo oft „vá hún er svo heppin, hún fékk engin slit,“ á meðan það sem skiptir máli er að það er að móður og barni heilsast vel. Guðrún segir að hún hafi upplifað ljómann á meðgöngu.Mynd/Úr einkasafni Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mér finnst ekkert smá vel haldið utan um um verðandi og nýbakaðar mæður á Íslandi eða ég upplifi það. Það er þvílíkt fagfólk sem vinnur á Landspítalanum og hugsar vel um mann. Ég var eiginlega smá hissa hvað er haldið vel utan um mann. Við vorum líka ótrúlega ánægð með heimaljósuna okkar og hefðum viljað hafa hana í nokkrar vikur í viðbót. Ég hvet bara allar verðandi mæður að spyrja endalaust, spyrja meira heldur en minna og það er engin spurning asnaleg. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Mér fannst eins og ég væri aftur orðin tíu ára á meðgöngunni. Ég hélt mikið upp á allt einfalt, eins og brauð með bönunum, Cheerios og elskaði Svala. Síðan elskaði ég klaka eins og margir. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Kvíðin var erfiðastur og þessi óvissa. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Núna þegar ég lít til baka þá fannst mér ótrúlega gaman að vera með kúlu, ljóminn, hárið mitt varð þykkara, varirnar stækkuðu og ég fékk einhverja óléttu orku sem ég elskaði. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? „Hvernig hefur þú það?“ Það er held algengasta spurningin sem ég fékk sem mér þótti mjög væntum að fá. Það var ein spurning sem ég fékk stundum sem mér fannst mjög þreytandi „ertu ekki þreytt?“ Fannst ekkert leiðinlegra en þegar fólk talaði við mig eins og ég væri veik á meðgöngunni. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já við tókum allan pakkann á þetta, hinir týpísku fyrstu foreldrar og fórum á fæðingarfræðslunámskeið og brjóstagjafanámskeið hjá 9 mánuðum. Mér fannst þetta hjálpa mér mjög mikið, mjög fræðandi og fannst þetta minnka þessa óvissu. Ef ég ætti að mæla með annað hvort, þá mæli ég með brjóstagjafanámskeðinu. Brjóstagjöf er ótrúlega mikil vinna og miklu meiri en mig hefði nokkurn tímann grunað. Fæðingar eru svo mismunandi þannig það er ekki beint hægt að undirbúa sig fyrir það en námskeið hjálpar. Síðan lásum við bókina „Fyrstu mánuðurnir“ og finnst hún æðislega, það stendur bókstaflega allt í henni. Mynd/Úr einkasafni Hvernig var fæðingin? Það má segja að fæðingin hafi byrjað með látum en hún tók átta klukkustundir og 20 mínútur. Ég var sem sagt gengin 41 viku plús sex daga þegar fór af stað og átti tíma í gangsetningu þann 14. febrúar klukkan 08:30. Það var búið að spá rauðri viðvörun 14. febrúar, þannig mér og Steinari kærastanum mínum var boðið að gista uppi á Landspítala þann 13. febrúar og fara síðan í gangsetningu um morguninn. Síðan klukkan svona 01:30 þann 14. febrúar byrjaði ég að fá verki uppi á spítala en við vorum að gera okkur til að fara sofa. Ég ætlaði að fara klósettið fyrir svefninn og fékk þá fyrstu verkina. Ég var ekki alveg að átta mig á hvað væri að gerast og þegar ég sest á klósettið sé ég blóð, mér brá svo mikið og fer aftur inn í herbergið þar sem Steinar liggur og segi honum frá blóðinu, hann stekkur upp úr rúminu og hringir á ljósmóður. Það var því mjög gott að vera upp á spítala og geta fengið strax ljósmóður til að kíkja á mig, ég hefði örugglega orðið mjög stressuð heima. Hún sagði að þetta væri eðlilegt og segir að ég er örugglega bara að fara af stað. Síðan kom enn þá meira blóð og slím með, þetta var örugglega slímtappinn. Ég hringi aftur, alveg að fríka út og hún kemur aftur og segir mér þá að leggjast niður og að hún ætli að setja mig í rit. Síðan er bara eins og einhver ýti á takka og ég byrja strax í virkri fæðingu. Ég hugsaði allan tímann „ég hélt að ég myndi fá pásu á milli hríða“ en hríðarnar urðu strax mjög örar og kraftmiklar. Við erum síðan færð inn á fæðingarstofu, ég vil strax fara í baðið, ríf mig úr öllum fötunum og prófa glaðloftið en þessi tvenna virkaði mjög vel í nokkra klukkustundir. Verkirnir versnuðu og það var engin pása á milli þannig ég ákvað að biðja um mænudeyfingu. Mænudeyfingin virkaði ekki og var sprautað þrisvar sinnum og svo tvisvar með einhverju öðru efni sem ég man ekki hvað heitir en ekkert virkaði, það kom ekki einu sinni smá deyfing. Þetta gerðist allt svo hratt og verð ég að viðurkenna að ég man lítið. Ég þarf endalaust að spyrja Steinar hvað gerðist. Elsku stelpan okkar fann mikið fyrir öllu en hjartslátturinn hennar fór upp í 196 og hún kúkaði mjög mikið í legvatnið, það mikið að legvatnið varð eiturgrænt. Síðan var komið að því að rembast en ég fékk samt strax rembingstilfinningu þegar ég var komin með sjö í útvíkkun, ótrúlega skrítin tilfinning og var ég alltaf að segja „ég þarf að rembast.“ Rembingurinn tók 20 mínútur og fannst mér hann erfiðari heldur en hríðarnar, ég hélt að hún ætlaði aldrei að koma en svo kom hún með mikið og dökkt hár. Hún var samt ótrúlega máttlaus þegar hún kom í heiminn og grét ekkert, heyrðist bara lítið hjal. Hún var tekin og stungið rör ofan í hana og dælt öllum kúknum upp úr henni sem hún gleypti. Hún hefði átt að fara á vökudeild og jafna sig en hún er svo mikill nagli og jafnaði sig strax, algjör hetja. Hún var kölluð Stormhildur Valentína upp á fæðingadeild en hún mætti í rauðri viðvörun og á valentínusardaginn. Hún lét því bíða eftir sér en mætti síðan með trompi. Þannig þetta var erfið fæðing en gekk samt vel og er ég bara óendalega stolt af okkur og þakklát fyrir flotta heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Við Steinar ræddum það mikið hvað okkur fannst allir svo faglegir og fundum við aldrei fyrir stressi eða neinu hjá þeim. Ég áttaði mig eiginlega ekki á að fæðingin hefði verið erfið fyrr en nokkrum vikum eftir á, var ekki alveg búin að átta mig á þessu öllu saman. Klisjan sem er oft sögð að maður gleymir öllum sársauka um leið og maður fær barnið í hendurnar er algjörlega sönn mínu tilfelli, ég gleymdi öllu um leið og ég fékk hana í hendurnar. Stúlkan fékk nafnið Stormhildur Valentína á fæðingardeildinniMynd/Úr einkasafni Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það var engu líkt og ég get eiginlega ekki komið því orð hvað þetta var mögnuð tilfinning. Ég fann strax þessa yfirþyrmandi ástartilfinningu. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað það er magnað og ótrúlega erfitt! Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna. Þetta er það magnaðasta, erfiðasta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Fengu þið að vita kynið? Já við fengum að vita kynið en ég var alveg sannfærð að þetta væri strákur og kærasti minn hélt þetta væri stelpa og hafði rétt fyrir sér. Þetta kom mér mikið á óvart en ég á tvo bræður og fannst þá einhvern veginn að það ætti að koma strákur fyrst. Ert þú búin að velja nafn? Já eftir mikla umhugsun þessa níu plús mánuði þá nefndu við hana fyrir nokkrum vikum Áslaugu Rún. Áslaug í höfuðið á mömmu minni og Rún í höfuðið á systur kærasta míns. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já bara allir að tala um sína upplifun, hvort sem hún er erfið eða góð. Það hjálpar manni svo að ræða hlutina og finna að maður sé ekki einn. Guðrún upplifði sængurkvennagrát fyrstu vikurnar og ráðleggur konum í sömu stöðu að tala við ljósmóður.Mynd/Úr einkasafni Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei, kannski meiri pressa að vera 100 prósent alls staðar, vera sem sagt þessi „ofurkona“. Ég hef oft staðið mig af því að reyna vera alls staðar og fá síðan samviskubit að ég sé ekki búin að taka til eða gera hlutina sem mér finnst ég „eigi“ að vera gera. Þá hefur mamma oft sagt við mig „það er ekki hægt að vera alls staðar“ sem mér finnst ótrúlega góð setning og mikilvægt fyrir allar mæður og alla að átta sig á. Það er ekki hægt að vera að vinna allan daginn, taka til, leika við barnið, hitta vinina, vera með makanum og sinna áhugamálum allt sama daginn. Þeir sem eru líka á samfélagsmiðlum sýna kannski tvö prósent af lífi sínu. Hver var þín upplifun af brjóstagjöf? Brjóstagjöfin gengur mjög vel en ég gef henni samt ábót á kvöldin. Hún tekur brjóstið ótrúlega vel og hefur gert frá fæðingu en framleiðslan mætti vera meiri en er alltaf á fullu að vinna í henni. Það kom mér á óvart hvað brjóstagjöfin gekk vel en ég var búin að ákveða að fara með opnum hug í brjóstagjöfina og ekki setja neina pressu á mig, þar að segja ef hún myndi ekki ganga upp þá væri það svoleiðis en ég ætlaði að reyna mitt besta. Síðan gekk hún bara eins og í sögu. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já og nei. Eftir að eignast barn með makanum þínum sérðu hann í allt öðru ljósi, það er eins og maður verði ástfangin upp á nýtt. Við erum enna samt við og ætlum að halda því áfram. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Já ekki bera ykkur saman við aðrar mæður á samfélagsmiðlum. Það er engin að sýna erfiðu næturnar, barnið sitt eða sig sjálfa grátandi. Ég er mikið á samfélagsmiðlum og því veit ég að lífið er ekki alveg eins og á samfélagsmiðlum. Mynd/Úr einkasafni Hvernig voru fyrstu vikurnar ykkar heima? Fyrstu þrjár vikurnar voru mjög erfiðar. Það er svo skrítið að koma heim og vita ekkert hvað maður á að gera, ég google-aði held ég úr mér vitið og var með 101 spurningu alltaf fyrir heimaljósuna. Ég var með svo miklar tilfinningar og var svo stressuð en það var fljótt að jafna sig. Hver var þín upplifun af sængurkvennagráti? Já ég upplifði mjög mikinn sængurkvennagrátur og grét mikið fyrstu vikurnar, yfir öllu og engu. Ég mæli með að tala við einhvern um þetta og við ljósmóður. Hvernig finnst þér að blanda saman móðurhlutverkinu og samfélagsmiðlum? Ég verð að viðurkenna að mér finnst það mjög erfitt og er enn að reyna finna minn takt. Ég pæli mjög mikið í öllu því sem ég deili af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að deila minni upplifun sem nýbakaðri móður en er minna kannski af deila af henni. Ég mun samt finna minn takt, ég mun auðvitað deila einhverju en öðru ekki. Þetta mun samt taka tíma að finna út hvernig þetta verður en ég er mjög meðvituð um allar myndir og slíkt sem ég set inn af henni. Sjá einnig:
Móðurmál Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira