Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22