Lægsta gengi hlutabréfa Icelandair frá upphafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 10:45 Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hrapað í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira