Covid-19 dró hljómborðsleikara The Stranglers til dauða Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2020 17:20 Hljómborðsleikari The Stranglers, einnar helstu hljómsveitar þeirra sem komu fram í pönkbylgjunni, hefur yfirgefið sviðið. Getty/Erica Echenberg David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira