Fengu að heimsækja ástvini eftir sextíu daga bann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2020 22:00 Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira