Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2020 22:22 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45