Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2020 22:22 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45