Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 13:46 Hótel í bænum Adeje á Tenerife sem var sett í sóttkví eftir að ítalskur læknir greindist með kórónuveirusmit í síðasta mánuði. Hópur Íslendinga var á meðal gesta sem þurftu að sitja í sóttkvínni. Vísir/EPA Lendi íslenskir ferðalangar í sóttkví vegna kórónuveirunnar erlendis en veikjast ekki sjálfir gætu þeir þurft að standa undir mögulegum kostnaði sjálfir. Aðeins þeir sem veikjast af völdum kórónuveirunnar erlendis eiga vísan rétt á bótum frá tryggingum. Tugir þúsunda manna hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í desember og um þrjú þúsund hafa látist. Að minnsta kosti eitt smit hefur verið staðfest í fleiri en þrjátíu löndum, þar á meðal þrjú á Íslandi. Víða hafa heilbrigðisyfirvöld skipað eða ráðlagt fólki að fara í sóttkví hafi það verið á ferð þar sem veiran er sem útbreiddust. Á Íslandi hafa yfirvöld beðið fólk sem hefur ferðast um nokkur skilgreind hættusvæði, þar á meðal Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur þau. Sjá einnig: Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Þrátt fyrir að sóttvarnalæknir mæli með því að Íslendingar sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til skilgreindra hættusvæða bera þeir sem þegar hafa keypt sér far þangað kostnaðinn af því sjálfir viljir þeir hætta við. Tryggingafélög sem Vísir hafði samband við í síðustu viku sögðu þannig að ferðatryggingar bæti almennt ekki tjón fólks nema opinber höft verði sett á vegna sóttkvíar. Þurfa að vera veik til að fá kostnað bættan Sóttvarnalæknir bað fólk sem er á ferðalagi og finnur fyrir einkennum um að fresta heimkomu í síðustu viku. Þá voru tíu Íslendingar á meðal gesta hótels á Tenerife á Kanaríeyjum sem voru settir í sóttkví eftir að ítalskur læknir sem gisti á hótelinu greindist með kórónuveirusmit. Réttur þeirra sem lenda í sóttkví á ferðalagi erlendis fer eftir aðstæðum og tryggingarfélagi fólks. Þeir sem veikjast af völdum veirunnar eiga rétt á bótum vegna sjúkrakostnaðar erlendis og aukins kostnaðar samkvæmt upplýsingum á vefsíðum tryggingafélaganna Varðar, VÍS og Sjóvár. Þar á meðal getur verið auka dvalar- og heimferðarkostnaður. Staða þeirra sem lenda í sóttkví en veikjast ekki sjálfir er þrengri. Hjá hvorki Verði né Sjóvá ná tryggingar þannig yfir aukakostnað vegna sóttkvíar. „Viðbótarkostnaður vegna sóttkvíar þegar það eru ekki nein veikindi til staðar eru því miður ekki partur af bótasviðinu. Þú þarft að vera veikur og það þarf að vera kostnaður sem tengist þeim veikindum beint,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna- og stofnstýringar hjá Verði, við Vísi. Á vef VÍS kemur þó fram að ef hótel fólks er sett í sóttkví og það þarf að framlengja dvöl skoði félagið hvert tilfelli fyrir sig. Fyrirtækið hvetur fólk í þeirri stöðu til að halda utan um kostnað og hafa samband við það sem fyrst. Wuhan-veiran Kína Ítalía Tryggingar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Lendi íslenskir ferðalangar í sóttkví vegna kórónuveirunnar erlendis en veikjast ekki sjálfir gætu þeir þurft að standa undir mögulegum kostnaði sjálfir. Aðeins þeir sem veikjast af völdum kórónuveirunnar erlendis eiga vísan rétt á bótum frá tryggingum. Tugir þúsunda manna hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í desember og um þrjú þúsund hafa látist. Að minnsta kosti eitt smit hefur verið staðfest í fleiri en þrjátíu löndum, þar á meðal þrjú á Íslandi. Víða hafa heilbrigðisyfirvöld skipað eða ráðlagt fólki að fara í sóttkví hafi það verið á ferð þar sem veiran er sem útbreiddust. Á Íslandi hafa yfirvöld beðið fólk sem hefur ferðast um nokkur skilgreind hættusvæði, þar á meðal Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur þau. Sjá einnig: Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Þrátt fyrir að sóttvarnalæknir mæli með því að Íslendingar sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til skilgreindra hættusvæða bera þeir sem þegar hafa keypt sér far þangað kostnaðinn af því sjálfir viljir þeir hætta við. Tryggingafélög sem Vísir hafði samband við í síðustu viku sögðu þannig að ferðatryggingar bæti almennt ekki tjón fólks nema opinber höft verði sett á vegna sóttkvíar. Þurfa að vera veik til að fá kostnað bættan Sóttvarnalæknir bað fólk sem er á ferðalagi og finnur fyrir einkennum um að fresta heimkomu í síðustu viku. Þá voru tíu Íslendingar á meðal gesta hótels á Tenerife á Kanaríeyjum sem voru settir í sóttkví eftir að ítalskur læknir sem gisti á hótelinu greindist með kórónuveirusmit. Réttur þeirra sem lenda í sóttkví á ferðalagi erlendis fer eftir aðstæðum og tryggingarfélagi fólks. Þeir sem veikjast af völdum veirunnar eiga rétt á bótum vegna sjúkrakostnaðar erlendis og aukins kostnaðar samkvæmt upplýsingum á vefsíðum tryggingafélaganna Varðar, VÍS og Sjóvár. Þar á meðal getur verið auka dvalar- og heimferðarkostnaður. Staða þeirra sem lenda í sóttkví en veikjast ekki sjálfir er þrengri. Hjá hvorki Verði né Sjóvá ná tryggingar þannig yfir aukakostnað vegna sóttkvíar. „Viðbótarkostnaður vegna sóttkvíar þegar það eru ekki nein veikindi til staðar eru því miður ekki partur af bótasviðinu. Þú þarft að vera veikur og það þarf að vera kostnaður sem tengist þeim veikindum beint,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna- og stofnstýringar hjá Verði, við Vísi. Á vef VÍS kemur þó fram að ef hótel fólks er sett í sóttkví og það þarf að framlengja dvöl skoði félagið hvert tilfelli fyrir sig. Fyrirtækið hvetur fólk í þeirri stöðu til að halda utan um kostnað og hafa samband við það sem fyrst.
Wuhan-veiran Kína Ítalía Tryggingar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43