Fyrsta stiklan úr Hvernig á að vera klassa drusla Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 16:00 Ylfa Marín Haraldsdóttir og Ásta Júlía Elíasdóttir fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla verður frumsýnd 3. apríl næstkomandi. Aðalhlutverkin leika Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir en þetta mun vera fyrsta kvikmynd þeirra beggja sem þær leika aðalhlutverk í. Aðrir leikarar í myndinni eru Rúnar Vilberg Hjaltason, Konni Gotta, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Elías Harðarson. Myndin fjallar um vinkonupar sem fer að vinna á sveitabæ yfir sumarið og lenda í allskonar ævintýrum. Þrælvön sveitapía grípur borgarbarn vinkonu sína með sér út á land til að vinna á stórum sveitabæ yfir sumarið. Það rennur ekki vottur af sveitablóði í vinkonunni og í þokkabót hefur hún fengið nóg af því að vera hlátursefni annarra og fær þar af leiðandi villandi kennslu sveitapíunnar um hvernig á að vera betri, stærri og sterkari útgáfa af sjálfri sér. Tanja, leikin af Ylfu Marín Haraldsdóttur, er þreytt á að vera ástsjúk og leitar til bestu vinkonu sinnar Karenar, leikin af Ásta Júlía Elíasdóttur, til að fá ráðleggingar hvernig á að vera klassa drusla. Myndin er fyrsta bíómynd Ólafar í fullri lengd, en áður hefur Ólöf vakið athygli fyrir skemmtilega hnitin kvikmyndastíl í stuttmyndum sínum líkt og Síðasta Sumar og Millenium Lausnir. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Klippa: Fyrsta stiklan úr Hvernig á að vera klassa drusla Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla verður frumsýnd 3. apríl næstkomandi. Aðalhlutverkin leika Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir en þetta mun vera fyrsta kvikmynd þeirra beggja sem þær leika aðalhlutverk í. Aðrir leikarar í myndinni eru Rúnar Vilberg Hjaltason, Konni Gotta, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Elías Harðarson. Myndin fjallar um vinkonupar sem fer að vinna á sveitabæ yfir sumarið og lenda í allskonar ævintýrum. Þrælvön sveitapía grípur borgarbarn vinkonu sína með sér út á land til að vinna á stórum sveitabæ yfir sumarið. Það rennur ekki vottur af sveitablóði í vinkonunni og í þokkabót hefur hún fengið nóg af því að vera hlátursefni annarra og fær þar af leiðandi villandi kennslu sveitapíunnar um hvernig á að vera betri, stærri og sterkari útgáfa af sjálfri sér. Tanja, leikin af Ylfu Marín Haraldsdóttur, er þreytt á að vera ástsjúk og leitar til bestu vinkonu sinnar Karenar, leikin af Ásta Júlía Elíasdóttur, til að fá ráðleggingar hvernig á að vera klassa drusla. Myndin er fyrsta bíómynd Ólafar í fullri lengd, en áður hefur Ólöf vakið athygli fyrir skemmtilega hnitin kvikmyndastíl í stuttmyndum sínum líkt og Síðasta Sumar og Millenium Lausnir. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Klippa: Fyrsta stiklan úr Hvernig á að vera klassa drusla
Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein