Um hálf milljón skammta af efninu verður gefin í dag en Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem enn hefur ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar.
Boris Johnson forsætisráðherra varar Breta þó við því að samkomureglur verði væntanlega enn harðari á næstunni, þrátt fyrir að bólusetning sé hafin, en rúmlega 50 þúsund kórónuveirutilfelli voru staðfest þar í landi í gær og var það sjötta daginn í röð sem talan er svo há.