
„Þetta leggst allt vel í mig, maður er kominn á þennan aldur að maður fagnar hverju auka ári. Framundan er margt spennandi. Bingó, quiz og fleiri online-viðburðir en vonandi meira af lifandi viðburðum þegar við verðum öll mætt á Bóluefnalestina“
Hjálmar stjórnar einu vinsælasta hlaðvarpsþætti landsins, Hæ hæ, með vini sínum Helga Jean. Þeir lýsa sér sem tveimur mömmustrákum með mikil gestalæti og segja sögur af ástinni, samþykki og viðurkenningu.
Hjálmar er mikill fjölskyldufaðir og svarar hér spurningum um rómantíkina, ástina og lífið í viðtalsliðnum Ást er.
Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Myndin Foul Play frá árinu 1978. Goldie Hawn og Chevy Chase fara á kostum.
Fyrsti kossinn: Gerðist kringum árið 1990. Aftursæti í bíl um áramót.
Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Allt með The Smiths.
Lagið „okkar“ er: Sunday Morning með Velvet Underground.
Mér finnst rómantískt stefnumót vera: London um haust.
Uppáhaldsmaturinn minn: Pulsa í Skalla Hraunbæ. Fertugusta árið í röð.
Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni: Blóm og lítill bangsi handa frænku hennar.
Fyrsta gjöfin sem kærastan gaf mér: Pípu í fertugsgjöf, hef aldrei reykt en mig langaði að byrja. Það hefur reyndar enn ekki tekist.
Ég elska að: Setja mér markmið sem ég get engan veginn staðið við en draga mig ekki niður fyrir það. Mæli með.
Kærastan mín er: Geggjuð mamma, stjúpmamma og listakokkur en fyrst og fremst er hún great lover!

Rómantískasti staður á landinu er: Stífluhringurinn í 110.
Ást er: Aukavinna en þú getur fengið vel útborgað.