Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 16:13 Guðmundur mun leiða CERT-IS sem er hluti af Póst- og fjarskiptastofnun. Vísir/Samsett Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar. Mun Guðmundur einnig bera ábyrgð á samskiptum við hagaðila, fjölmiðla og alþjóðleg CERT-teymi. Frá þessu er greint á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) en Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan PFS. Hefur sveitin hefur það hlutverk að greina og upplýsa um netógnir, viðhafa ástandsvitund og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir áramót að búið sé að fjölga starfsmönnum í sveitinni og að til standi að stórefla hana á næstu árum. Netárásum á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir hefur farið fjölgandi og lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans í fyrsta sinn hér á landi í september síðastliðnum. Sú aðgerð kom til í kjölfar hótana og fágaðrar netárásar á íslenskt fyrirtæki. Guðmundur tekur til starfa í febrúar næstkomandi en fram kemur á vef PFS að hann sé með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá útskrifaðist hann árið 2008 með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Guðmundur hefur þrettán ára reynslu af störfum á fjarskiptamarkaði. Guðmundur starfaði fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017. Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir net- og öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2019 og hefur starfað síðan sem deildarstjóri Net- og Samskiptalausna Origo. Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Mun Guðmundur einnig bera ábyrgð á samskiptum við hagaðila, fjölmiðla og alþjóðleg CERT-teymi. Frá þessu er greint á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) en Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan PFS. Hefur sveitin hefur það hlutverk að greina og upplýsa um netógnir, viðhafa ástandsvitund og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir áramót að búið sé að fjölga starfsmönnum í sveitinni og að til standi að stórefla hana á næstu árum. Netárásum á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir hefur farið fjölgandi og lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans í fyrsta sinn hér á landi í september síðastliðnum. Sú aðgerð kom til í kjölfar hótana og fágaðrar netárásar á íslenskt fyrirtæki. Guðmundur tekur til starfa í febrúar næstkomandi en fram kemur á vef PFS að hann sé með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá útskrifaðist hann árið 2008 með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Guðmundur hefur þrettán ára reynslu af störfum á fjarskiptamarkaði. Guðmundur starfaði fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017. Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir net- og öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2019 og hefur starfað síðan sem deildarstjóri Net- og Samskiptalausna Origo.
Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira