Útgöngubann á Englandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Heathcliff O'Malley - WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira