„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 20:05 Björn Rúnar Lúðvíksson, , yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent