Sextíu þúsund greindust á einum degi í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 23:25 Faraldurinn virðist vera í miklum vexti í Bretlandi þar sem yfir fimmtíu þúsund hafa greinst daglega undanfarna viku. epa/Andy Rain Fjöldi nýrra smita fór yfir sextíu þúsund í fyrsta sinn í Bretlandi í dag. Daglegur fjöldi greindra smita hefur verið yfir fimmtíu þúsund frá 29. desember síðastliðnum, en samhliða þessari fjölgun hefur álag á sjúkrahús landsins aukist til muna. Þrátt fyrir að fjöldi nýrra smita hafi aldrei farið yfir sjö þúsund á dag í fyrstu bylgju faraldursins í vor má að öllum líkindum rekja það til þess að mun færri sýni voru tekin á þeim tíma. Er jafnvel talið að fjöldi nýrra smita hafi verið um hundrað þúsund á dag í lok mars, þó þau hafi ekki verið greind. Prófessorinn Chris Whitty, sem er einn helsti læknisfræðilegi ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir veiruna mjög útbreidda í bresku samfélagi og fjöldi smita jafngildi því að einn af hverjum fimmtíu sé smitaður. Sú tala sé þó breytileg eftir landshlutum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á spítala í Lincolnskíri í austurhluta Bretlands og hefur lífsnauðsynlegum krabbameinsaðgerðum verið frestað sums staðar í Lundúnaborg þar sem sjúkrahúsin eru yfirfull. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn væri mögulegt að aflétta því um miðjan febrúar, en hann hefði miklar áhyggjur af útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi nýrra smita hafi aldrei farið yfir sjö þúsund á dag í fyrstu bylgju faraldursins í vor má að öllum líkindum rekja það til þess að mun færri sýni voru tekin á þeim tíma. Er jafnvel talið að fjöldi nýrra smita hafi verið um hundrað þúsund á dag í lok mars, þó þau hafi ekki verið greind. Prófessorinn Chris Whitty, sem er einn helsti læknisfræðilegi ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir veiruna mjög útbreidda í bresku samfélagi og fjöldi smita jafngildi því að einn af hverjum fimmtíu sé smitaður. Sú tala sé þó breytileg eftir landshlutum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á spítala í Lincolnskíri í austurhluta Bretlands og hefur lífsnauðsynlegum krabbameinsaðgerðum verið frestað sums staðar í Lundúnaborg þar sem sjúkrahúsin eru yfirfull. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn væri mögulegt að aflétta því um miðjan febrúar, en hann hefði miklar áhyggjur af útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28