Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:41 Keppni í körfubolta hér á landi hefur legið niðri síðan snemma í október, líkt og í öðrum greinum, ef undan eru skildir alþjóðlegir leikir. vísir/vilhelm Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti