Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju vegna þessa.
Ekkert annað merki fyrir utan Tesla jók svo miklu við sig í markaðshlutdeild á árinu 2020. Sportjepparnir EQC, GLE og GLC voru mest seldu tegundirnar hjá Mercedes-Benz á síðasti ári.

„Þetta er frábær frammistaða hjá Mercedes-Benz á ári þar sem bílasala dróst töluvert saman eða um 20,1% hér á landi. Hátt í 80% af öllum nýskráðum fólksbílum frá Mercedes-Benz á síðasta ári voru hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar. Þetta er mikil breyting frá árinu 2019 þegar rafbílar og tengiltvinnbílar voru 30% af nýskráningum hjá Mercedes-Benz. Þessi þróun stefnir hærra nú á nýju ári þegar úrval rafbíla og tengiltvinnbíla eykst enn frekar frá Mercedes-Benz. Þýski lúxusbílaframleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að vera leiðandi á markaði fyrir rafbíla. Nýsköpun, tækni og framþróun hjá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, miðar öll í þessa átt, og árið 2039 er stefnt að kolefnishlutleysi í allir framleiðslu Mercedes-Benz,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz á Íslandi.

Mercedes-Benz hefur hraðað rafbílavæðingu sinni og ætlar að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Askja hefur nú þegar hafið sölu á tveimur gerðum til viðbótar við hinn vinsæla EQC og EQV sem eru þegar komnir á götur landsins - annars vegar EQA sem kemur í febrúar og hins vegar EQS sem kemur síðar í sumar. Þessi áætlun Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verður öll framleiðsla Mercedes-Benz kolefnishlutlaus.