Áhyggjuefni hve mikið smituðum hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2021 16:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
„Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent