Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 21:34 Bólusetning við Covid-19 hófst hér á landi þann 29. desember. Von er á næsta skammti bóluefnis Pfizer og BioNTech í kringum 20. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27
Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20