Hafa fundið út hvar flugvélin hrapaði Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 08:22 Brak sem talið er vera úr vélinni fannst í aðgerðum leitarhóps í gær. Getty/DImas Ardian Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak. Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“ Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“
Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28