Daginn hefur lengt um klukkustund í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 19:50 Birtan við Árbæjarstíflu um tvöleytið í dag. Esjan og blokkirnar baðaðar vetrarsól en sólin nær ekki að skína á stífluna þar sem Breiðholtshvarfið skyggir á dalsbotninn. KMU Þegar landsmenn hefja nýja vinnuviku í fyrramálið verða eflaust flestir farnir að skynja birtulengingu dagsins og undanhald skammdegisins. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá vetrarsólstöðum 21. desember hefur daginn þannig lengt um tæpa klukkustund í höfuðborginni Reykjavík. Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni. Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni.
Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira