Umferð í Vaðlaheiðargöngum dróst saman um 20 prósent milli ára Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is. Vísir/Vilhelm Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019. Hljómar samdrátturinn því upp á 19,5 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vaðlaheiðargöngum, þar sem segir að umferð í göngunum hafi gengið vel og verið án óhappa. „Að meðaltali voru 1135 ferðir um göngin á sólarhring á árinu 2020. Yfir sumarmánuðina voru ferðirnar að jafnaði 1850 á sólarhring en 726 yfir vetrarmánuðina. Árið 2020 voru um 96% ökutækja sem ekið er um Vaðlaheiðargöng fólksbílar, 2% millistórir bílar (3,5-7,5 tonn) og 4% stórir bílar (stærri en 7,5 tonn). Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar voru 107 þúsund ferðir ökutækja um Víkurskarð á árinu 2020 og dróst umferð þar saman um 38,6% frá árinu 2019. Til samanburðar leiddi talning Vegagerðarinnar í ljós 14% minni umferð á hringveginum en árið 2019 en á Norðurlandi nam samdrátturinn á árinu 25,4%. Veggjald.is Ef borin er saman umferð um Vaðlaheiðargöng annars vegar og Víkurskarð hins vegar kemur í ljós að hlutfallslega fleiri óku um göngin á árinu 2020 en árið 2019. Af heildarumferð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals fóru 80% vegfarenda um Vaðlaheiðargöng en til samanburðar var talan 75% 2019,“ segir í tilkynningu. 28.700 virkir notendur Veggjald í Vaðlaheiðargöng er greitt í gegnum skráningu á síðunni veggjald.is þar sem notandi skráir bílnúmer og greiðslukort. „Myndavélar í göngunum greina bílnúmerið og sjálfkrafa er síðan gjaldfært af kortinu þegar ekið er í gegn. Ef bíll er ekki skráður er ferðin innheimt í heimabanka eiganda bílsins og leggst þá 400 kr. bankainnheimtukostnaður við stakt gjald. Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is og skráð ökutæki eru 97.250,“ segir í tilkynningunni. Vaðlaheiðargöng Umferð Akureyri Þingeyjarsveit Samgöngur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vaðlaheiðargöngum, þar sem segir að umferð í göngunum hafi gengið vel og verið án óhappa. „Að meðaltali voru 1135 ferðir um göngin á sólarhring á árinu 2020. Yfir sumarmánuðina voru ferðirnar að jafnaði 1850 á sólarhring en 726 yfir vetrarmánuðina. Árið 2020 voru um 96% ökutækja sem ekið er um Vaðlaheiðargöng fólksbílar, 2% millistórir bílar (3,5-7,5 tonn) og 4% stórir bílar (stærri en 7,5 tonn). Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar voru 107 þúsund ferðir ökutækja um Víkurskarð á árinu 2020 og dróst umferð þar saman um 38,6% frá árinu 2019. Til samanburðar leiddi talning Vegagerðarinnar í ljós 14% minni umferð á hringveginum en árið 2019 en á Norðurlandi nam samdrátturinn á árinu 25,4%. Veggjald.is Ef borin er saman umferð um Vaðlaheiðargöng annars vegar og Víkurskarð hins vegar kemur í ljós að hlutfallslega fleiri óku um göngin á árinu 2020 en árið 2019. Af heildarumferð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals fóru 80% vegfarenda um Vaðlaheiðargöng en til samanburðar var talan 75% 2019,“ segir í tilkynningu. 28.700 virkir notendur Veggjald í Vaðlaheiðargöng er greitt í gegnum skráningu á síðunni veggjald.is þar sem notandi skráir bílnúmer og greiðslukort. „Myndavélar í göngunum greina bílnúmerið og sjálfkrafa er síðan gjaldfært af kortinu þegar ekið er í gegn. Ef bíll er ekki skráður er ferðin innheimt í heimabanka eiganda bílsins og leggst þá 400 kr. bankainnheimtukostnaður við stakt gjald. Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is og skráð ökutæki eru 97.250,“ segir í tilkynningunni.
Vaðlaheiðargöng Umferð Akureyri Þingeyjarsveit Samgöngur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira