Bindur vonir við að bólusetning komist á almennilegt skrið í lok mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rýnir í þá samninga sem Ísland hefur gert við lyfjaframleiðendur og næstu skref. Vísir/Baldur Hrafnkell Jákvæðar fréttir bárust frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca í morgun en búið er að sækja um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun hljóta flýtimeðferð hjá stofnuninni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30