Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 11:35 Sigurgeir Sigmundsson var gagnrýninn á viðbrögð ráðherra við tillögum sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu, Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu,
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira