Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 19:20 Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. Fram hefur komið að stjórnvöld telji ekki lagastoð fyrir því að setja reglugerð sem þvingi fólk sem kemur til landsins til að fara í fjórtán daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hins vegar eru þessar heimildir í frumvarpi um breytingar á sóttvarnalögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Í álitsgerð Doktor Páls Hreinssonar til forsætis- og heilbrigðisráðherra í september segir að í íslenskum rétti gildi sú meginregla að stjórnvöld geti ekki án sérstakrar lagaheimildar tekið ákvörðun um að beita mann þvingunarúrræðum þegar ákvarðanir þeirra sé ekki virtar. Dr. Páll Hreinsson skilaði forsætis- og heilbrigðisráðherra álitsgerð um lagastoð þvingunaraðgerða hinn 20. september.Stöð 2 „Þótt stjórnvald hafi á hinn bóginn heimild til þess að taka íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann jafngildir það því hins vegar ekki að stjórnvaldið geti tekið ákvörðun um að beita borgarann þvingunarúrræðum til að knýja fram hlýðni hans við ákvörðunina,“ segir í álitsgerðinni, Til þess þurfi skýra heimild í lögum. Skorti stjórnvald lagaheimild til að beita málsaðila þvingunarúrræðum verði það ekki gert á annan hátt en með málssókn og síðan aðför á grundvelli dóms. Þá segir: „Við setningu reglugerða um opinberar sóttvarnaráðstafanir reynir ekki einvörðungu á sóttvarnalög heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár, mannréttindasáttmála Evrópu og EES-samningsins og fleiri réttarheimildir,“ segir Páll Hreinsson. Og síðar segir í álitsgerðinni: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið,“ segir Páll Hreinsson og á öðrum stað í greinargerðinni segir síðan: „Eftir að hinum smitaða hafa verið veittar leiðbeiningar um einangrun ýmist heima hjá hlutaðeigandi, hafi hann aðstæður til þess, eða í farsóttahúsi, verður að leita eftir skýrri afstöðu sjúklingsins til þess hvort hann sé reiðbúinn til samstarfs eða hvort hann óski eftir því að málið verði tekið formlega fyrir og afgreitt með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Páll. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn segir brýnt að afgreiða frumvarp með heimildum til að þvinga fólk í sýnatöku og veru í sóttvarnaghúsi.Stöð 2 Á kynningarfundi almannavarna í morgun sagði Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum að fylgst hafi verið með þeim sem valið hefðu tveggja vikna sóttkví umfram tvöfalda skimun. „Og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit,“ sagði Sigurgeir. Það væri óviðunandi staða að ekki væri enn búið að laga löggjöfina núna í miðjum janúar 2021. „Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærunum svo sem frávísun,“ sagði Sigurgeir. Þannig hafi á annan tug reynst smitaður í fjörtíu manna hópi sem ætlaði í fjórtán daga sóttkví en var talaður inn á að fara í sýnatöku. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar reglur álandamærunum eftir ríkisstjórnarfund á morgun og sennilega leggja til samkvæmt tillögu frá sóttvarnalækni að allir sem komi til landsins verði að framvísa neikvæðu skimunarvorrorði sem ekki sé eldra en tveggja sólarhringa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Fram hefur komið að stjórnvöld telji ekki lagastoð fyrir því að setja reglugerð sem þvingi fólk sem kemur til landsins til að fara í fjórtán daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hins vegar eru þessar heimildir í frumvarpi um breytingar á sóttvarnalögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Í álitsgerð Doktor Páls Hreinssonar til forsætis- og heilbrigðisráðherra í september segir að í íslenskum rétti gildi sú meginregla að stjórnvöld geti ekki án sérstakrar lagaheimildar tekið ákvörðun um að beita mann þvingunarúrræðum þegar ákvarðanir þeirra sé ekki virtar. Dr. Páll Hreinsson skilaði forsætis- og heilbrigðisráðherra álitsgerð um lagastoð þvingunaraðgerða hinn 20. september.Stöð 2 „Þótt stjórnvald hafi á hinn bóginn heimild til þess að taka íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann jafngildir það því hins vegar ekki að stjórnvaldið geti tekið ákvörðun um að beita borgarann þvingunarúrræðum til að knýja fram hlýðni hans við ákvörðunina,“ segir í álitsgerðinni, Til þess þurfi skýra heimild í lögum. Skorti stjórnvald lagaheimild til að beita málsaðila þvingunarúrræðum verði það ekki gert á annan hátt en með málssókn og síðan aðför á grundvelli dóms. Þá segir: „Við setningu reglugerða um opinberar sóttvarnaráðstafanir reynir ekki einvörðungu á sóttvarnalög heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár, mannréttindasáttmála Evrópu og EES-samningsins og fleiri réttarheimildir,“ segir Páll Hreinsson. Og síðar segir í álitsgerðinni: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið,“ segir Páll Hreinsson og á öðrum stað í greinargerðinni segir síðan: „Eftir að hinum smitaða hafa verið veittar leiðbeiningar um einangrun ýmist heima hjá hlutaðeigandi, hafi hann aðstæður til þess, eða í farsóttahúsi, verður að leita eftir skýrri afstöðu sjúklingsins til þess hvort hann sé reiðbúinn til samstarfs eða hvort hann óski eftir því að málið verði tekið formlega fyrir og afgreitt með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Páll. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn segir brýnt að afgreiða frumvarp með heimildum til að þvinga fólk í sýnatöku og veru í sóttvarnaghúsi.Stöð 2 Á kynningarfundi almannavarna í morgun sagði Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum að fylgst hafi verið með þeim sem valið hefðu tveggja vikna sóttkví umfram tvöfalda skimun. „Og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit,“ sagði Sigurgeir. Það væri óviðunandi staða að ekki væri enn búið að laga löggjöfina núna í miðjum janúar 2021. „Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærunum svo sem frávísun,“ sagði Sigurgeir. Þannig hafi á annan tug reynst smitaður í fjörtíu manna hópi sem ætlaði í fjórtán daga sóttkví en var talaður inn á að fara í sýnatöku. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar reglur álandamærunum eftir ríkisstjórnarfund á morgun og sennilega leggja til samkvæmt tillögu frá sóttvarnalækni að allir sem komi til landsins verði að framvísa neikvæðu skimunarvorrorði sem ekki sé eldra en tveggja sólarhringa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46
Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent