Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 13:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21
Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01