Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2021 14:23 Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. Unsplash/Cristian Newman Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. Samkvæmt Guardian bar sum dauðsfallanna svo brátt að, að starfsmönnum gafst ekki ráðrúm til að veita sjúklingum líknarhjálp eða gera aðstandendum kleift að kveðja. Hópsmitið á Old Hall hjúkrunarheimilinu í Halton Holegate kom fyrst upp 16. nóvember og stóð yfir í um sex vikur. „Allir íbúarnir 27 greindust á sama tíma og tuttugu af 28 starfsmönnum. Þetta var hræðilegt; við misstum átján íbúa,“ segir framkvæmdastjórinn Diane Vale. Tveir starfsmannanna veiktust svo illa að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og annar er enn í veikindaleyfi. Ráðstafanir á hjúkrunarheimilinu með tillit til Covid-19 voru metnar góðar í lok nóvember en þá hafði hluti starfsmanna flutt inn til að draga úr smithættu. 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19 Dauðsföllum á hjúkrunarheimilum í Englandi fjölgaði um nærri þriðjung á þremur vikum fyrir 10. janúar en Guardian sagði frá því fyrr í mánuðinum að þrettán af 27 íbúum Edendale Lodge hjúkrunarheimilisins í Austur-Sussex hefðu látist frá 13. desember. 23.916 íbúar hjúkrunarheimila á Bretlandseyjum höfðu látist sökum Covid-19 hinn 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða bæði staðfestar greiningar og tilvik þar sem grunur leikur á um smit. Um er að ræða 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19. Að sögn Vale var ekki hægt að greina það á einkennum að faraldur væri að brjótast út á heimilinu; enginn hiti eða viðvarandi hósti. Hún segir harmleikinn hafa komið afar illa við starfsfólkið, bæði tilfinningalega og andlega. Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. „Við töluðum við lækna dags daglega en í mörgum tilvikum voru engin merki um að andlát væri yfirvofandi. Einn kona át fulla skál af graut í morgunmat, át hádegismat og dó svo daginn eftir. Sum dauðsfallanna bar enn hraðar að.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Samkvæmt Guardian bar sum dauðsfallanna svo brátt að, að starfsmönnum gafst ekki ráðrúm til að veita sjúklingum líknarhjálp eða gera aðstandendum kleift að kveðja. Hópsmitið á Old Hall hjúkrunarheimilinu í Halton Holegate kom fyrst upp 16. nóvember og stóð yfir í um sex vikur. „Allir íbúarnir 27 greindust á sama tíma og tuttugu af 28 starfsmönnum. Þetta var hræðilegt; við misstum átján íbúa,“ segir framkvæmdastjórinn Diane Vale. Tveir starfsmannanna veiktust svo illa að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og annar er enn í veikindaleyfi. Ráðstafanir á hjúkrunarheimilinu með tillit til Covid-19 voru metnar góðar í lok nóvember en þá hafði hluti starfsmanna flutt inn til að draga úr smithættu. 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19 Dauðsföllum á hjúkrunarheimilum í Englandi fjölgaði um nærri þriðjung á þremur vikum fyrir 10. janúar en Guardian sagði frá því fyrr í mánuðinum að þrettán af 27 íbúum Edendale Lodge hjúkrunarheimilisins í Austur-Sussex hefðu látist frá 13. desember. 23.916 íbúar hjúkrunarheimila á Bretlandseyjum höfðu látist sökum Covid-19 hinn 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða bæði staðfestar greiningar og tilvik þar sem grunur leikur á um smit. Um er að ræða 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19. Að sögn Vale var ekki hægt að greina það á einkennum að faraldur væri að brjótast út á heimilinu; enginn hiti eða viðvarandi hósti. Hún segir harmleikinn hafa komið afar illa við starfsfólkið, bæði tilfinningalega og andlega. Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. „Við töluðum við lækna dags daglega en í mörgum tilvikum voru engin merki um að andlát væri yfirvofandi. Einn kona át fulla skál af graut í morgunmat, át hádegismat og dó svo daginn eftir. Sum dauðsfallanna bar enn hraðar að.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira