Alexander: Erfiðasta ákvörðun ferilsins Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 17:01 Alexander Petersson í leiknum við Portúgal, einum af fjórum leikjum sem hann lék á HM í Egyptalandi. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alexander Petersson hefur leikið við afar góðan orðstír með Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012 en snýr nú aftur til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander. HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander.
HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26