Fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 16:31 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Jim Lo Scalzo Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu fyrrverandi herforingjans Lloyd J. Austin til embættis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 93 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Austins en tveir greiddu atkvæði gegn henni. Austin er þar með annar ráðherra Joe Bidens sem lýkur tilnefningarferli sínu en öldungadeildarþingið staðfesti Avril Haines sem yfirmann leyniþjónusta Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Hún er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Biden og Austin störfuðu náið saman á árunum 2010 og 2011, þegar Biden var varaforseti. Þá var Austin yfirmaður hersins í Baghdad í Írak og unnu þeir að því að flytja hermenn á brott frá ríkinu. Herinn sneri þó aftur árið 2014, þegar Íslamska ríkið lagði undir sig stóra hluta Íraks og Sýrlands og er Austin sagður hafa komið að skipulagningu aðgerða gegn ISIS. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Biden reiði sig á Austin til að koma á stöðugleika innan ráðuneytisins en á undanförnum fjórum árum hafa tveir ráðherrar farið þar í gegn og fjórir aðrir sinnt embættinu tímabundið. Þurfti undanþágu frá þinginu Tilnefning Austin er óhefðbundin þar sem hann er fyrrverandi herforingi og reglurnar eru hannaðar til að tryggja borgaraleg yfirráð yfir herafla Bandaríkjanna. Hann þurfti sérstaka undanþágu þar sem reglur meina fyrrverandi herforingjum að sinna embættinu innan við sjö árum eftir að þeir hætta störfum sínum innan herafla Bandaríkjanna. Báðar deildir þingsins samþykktu þá undanþágu í gær. Hún hefur tvisvar sinnum verið veitt áður. Árið 2017, þegar Donald Trump skipaði herforingjann Jim Mattis í embættið og árið 1950 þegar George C. Marshall varð varnarmálaráðherra á tíma Kóreustríðsins. Þegar Austin sat fyrir svörum þingmanna sagðist hann ekki hafa sóst eftir því að verða ráðherra en hann væri tilbúinn til að sinna því. Þá sagðist Austin ætla að beita sér varðandi það að tækla þjóðernishyggju og annars konar öfgar innan herafla Bandaríkjanna. It s an honor and a privilege to serve as our country s 28th Secretary of Defense, and I m especially proud to be the first African American to hold the position. Let s get to work. pic.twitter.com/qPAzVRxz9L— Lloyd Austin (@LloydAustin) January 22, 2021 Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00 Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. 18. október 2019 12:05 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
93 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Austins en tveir greiddu atkvæði gegn henni. Austin er þar með annar ráðherra Joe Bidens sem lýkur tilnefningarferli sínu en öldungadeildarþingið staðfesti Avril Haines sem yfirmann leyniþjónusta Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Hún er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Biden og Austin störfuðu náið saman á árunum 2010 og 2011, þegar Biden var varaforseti. Þá var Austin yfirmaður hersins í Baghdad í Írak og unnu þeir að því að flytja hermenn á brott frá ríkinu. Herinn sneri þó aftur árið 2014, þegar Íslamska ríkið lagði undir sig stóra hluta Íraks og Sýrlands og er Austin sagður hafa komið að skipulagningu aðgerða gegn ISIS. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Biden reiði sig á Austin til að koma á stöðugleika innan ráðuneytisins en á undanförnum fjórum árum hafa tveir ráðherrar farið þar í gegn og fjórir aðrir sinnt embættinu tímabundið. Þurfti undanþágu frá þinginu Tilnefning Austin er óhefðbundin þar sem hann er fyrrverandi herforingi og reglurnar eru hannaðar til að tryggja borgaraleg yfirráð yfir herafla Bandaríkjanna. Hann þurfti sérstaka undanþágu þar sem reglur meina fyrrverandi herforingjum að sinna embættinu innan við sjö árum eftir að þeir hætta störfum sínum innan herafla Bandaríkjanna. Báðar deildir þingsins samþykktu þá undanþágu í gær. Hún hefur tvisvar sinnum verið veitt áður. Árið 2017, þegar Donald Trump skipaði herforingjann Jim Mattis í embættið og árið 1950 þegar George C. Marshall varð varnarmálaráðherra á tíma Kóreustríðsins. Þegar Austin sat fyrir svörum þingmanna sagðist hann ekki hafa sóst eftir því að verða ráðherra en hann væri tilbúinn til að sinna því. Þá sagðist Austin ætla að beita sér varðandi það að tækla þjóðernishyggju og annars konar öfgar innan herafla Bandaríkjanna. It s an honor and a privilege to serve as our country s 28th Secretary of Defense, and I m especially proud to be the first African American to hold the position. Let s get to work. pic.twitter.com/qPAzVRxz9L— Lloyd Austin (@LloydAustin) January 22, 2021
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00 Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. 18. október 2019 12:05 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20
Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00
Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. 18. október 2019 12:05