Noregur vann þægilegan 13 marka sigur á Alsír, 36-23, og lyftu sér þar með upp í annað sæti milliriðils. Alexandre Blonz var markahæstur í liði Noregs með sjö mörk, líkt og Abdi Ayoub í liði Alsír. Sandor Sagosen skoraði sex mörk í norska liðinu ásamt því að gefa fimm stoð sendingar.
Í milliriðli fjögur lauk stórleik Slóveníu og Svíþjóðar með 28-28 jafntefli. Svíar lyfta sér þannig upp í annað sæti riðilsins með sex stig, líkt og topplið Egyptalands. Slóvenía fer upp í fimm stig og segja má að það sé mikil spenna í riðlinum fyrir lokaumferð riðilsins.
Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en Svíar leiddu með einu marki í hálfleik, 15-14. Slóvenar unnu síðari hálfleikinn með einu marki og leiknum lauk því með jafntefli.
Hampus Wanne skoraði sjö mörk í liði Svía og var markahæstur. Dragan Gajić var markahæstur í liði Slóveníu með sex mörk úr aðeins sex skotum.