Segir löngu tímabært að afnema refsistefnuna Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. janúar 2021 21:30 Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“ Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“
Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05