Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 15:43 Kveikt var í brúðu sem á var búið að festa mynd af Mette Frederiksen forsætisráðherra og hótanir gegn henni í Kaupmannahöfn í gær. EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021 Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira