Kia eykur markaðshlutdeild sína í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. janúar 2021 07:01 Nýr Kia Sorento Kia hefur náð hæstu markaðshlutdeild sem bílaframleiðandinn hefur nokkru sinni náð í Evrópu. Alls seldust 416.715 Kia bílar í Evrópu árið 2020 og hefur markaðshlutdeild Kia hækkað úr 3,2 í 3,5% í álfunni. Hlutdeild rafmagnsbíla Kia fór upp um 197% og tengiltvinnbílarbíla (Plug-in Hybrid) upp um +112%. Sala á rafbílum og tengiltvinnbílum er nú um 25% af sölu Kia bíla í Evrópu. Sala á rafbílum Kia fór 100 þúsund eintök á einu ári í fyrsta skipti í Evrópu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. „Kia hefur náð mjög góðum árangri í sölu í Evrópu undanfarin ár og markaðshlutdeildin hefur hækkað ár frá ári. Þetta sýnir að Kia bílar eru orðnir með vinsælustu bílum sem í boði eru á evrópska markaðnum. Það kemur ekki á óvart því Kia hefur lagt afar mikið upp úr áreiðanleika og öryggi bíla sinna sem og nýjustu tækni og góðum aksturseignleikum þeirra. Kia var m.a. fyrsti bílaframleiðandi heims til að bjóða 7 ára ábyrgð á nýjum bílum sínum sem sýnir hversu mikið traust bílaframleiðandinn ber til bíla sinna. Þessi aukna markaðshlutdeild í Evrópu er sérstaklega ánægjuleg og eftirtektarverð í ljósi þess að árið 2020 var erfitt í bílasölu um allan heim vegna Covid-19,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia e-Soul „Hér á landi var Kia með næst flestar nýskráningar fólksbíla 2020 og það er enn eitt árið sem Kia er í topp 2 yfir mestu söluna og var hlutdeildin 10%. Við hjá Bílaumboðinu Öskju erum afar stolt og ánægð af þeim árangri. Það eru spennandi tímar framundan hjá Kia og framboðið eykst enn frekar með tilkomu nýrra rafbíla og tengiltvinnbíla framleiðandans,“ segir Þorgeir ennfremur. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. „Kia hefur náð mjög góðum árangri í sölu í Evrópu undanfarin ár og markaðshlutdeildin hefur hækkað ár frá ári. Þetta sýnir að Kia bílar eru orðnir með vinsælustu bílum sem í boði eru á evrópska markaðnum. Það kemur ekki á óvart því Kia hefur lagt afar mikið upp úr áreiðanleika og öryggi bíla sinna sem og nýjustu tækni og góðum aksturseignleikum þeirra. Kia var m.a. fyrsti bílaframleiðandi heims til að bjóða 7 ára ábyrgð á nýjum bílum sínum sem sýnir hversu mikið traust bílaframleiðandinn ber til bíla sinna. Þessi aukna markaðshlutdeild í Evrópu er sérstaklega ánægjuleg og eftirtektarverð í ljósi þess að árið 2020 var erfitt í bílasölu um allan heim vegna Covid-19,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia e-Soul „Hér á landi var Kia með næst flestar nýskráningar fólksbíla 2020 og það er enn eitt árið sem Kia er í topp 2 yfir mestu söluna og var hlutdeildin 10%. Við hjá Bílaumboðinu Öskju erum afar stolt og ánægð af þeim árangri. Það eru spennandi tímar framundan hjá Kia og framboðið eykst enn frekar með tilkomu nýrra rafbíla og tengiltvinnbíla framleiðandans,“ segir Þorgeir ennfremur.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent