Ísland tapaði fjórum af sex leikjum sínum á HM en engum þó með meira en tveggja marka mun. Liðið endaði í 5. sæti síns milliriðils en leikið var í fjórum sex liða milliriðlum.
Samkvæmt reglum mótsins, sem alþjóða handknattleikssambandið setur, er ekki spilað um sæti 9-24 heldur er liðum raðað í þau sæti út frá árangri í milliriðlakeppninni. Liðin sem enduðu í 5. sæti hvers milliriðils raðast því í sæti 17-20.
Auk Íslands enduðu Hvíta-Rússland, Japan og Brasilía í 5. sæti síns milliriðils en þau fengu öll fleiri stig en Ísland.
Fram til þessa var versti árangur Íslands á HM í Túnis árið 2005 þegar liðið endað í 15. sæti af 24 þjóðum. Þrisvar hefur Ísland endað í 14. sæti, síðast á HM í Frakklandi fyrir fjórum árum.
Sex sinnum hefur Ísland þó ekki komist í lokakeppni HM, síðast á HM 2009 eða árið á milli þess að liðið vann silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumeistaramóti.
Næsta mót í Póllandi og Svíþjóð
Í ár voru í fyrsta sinn 32 þjóðir á HM en frá og með HM á Íslandi 1995 höfðu 24 þjóðir verið með á HM hverju sinni. Áður voru þær 16, nema á þremur af fyrstu fjórum mótunum en fjögur lið tóku þátt 1938, sex lið 1954 og 12 lið 1961.
Næsta heimsmeistaramót fer fram í Póllandi og Svíþjóð í janúar 2023.