Frumniðurstöður benda til þess að mótefni sem bóluefnið virkjar ráðist til atlögu gegn nýju afbriðgunum. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta að þetta sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett.
Ný afbrigði veirunnar smitast hratt á milli fólks í fjölmörgum löndum. Vegna stökkbreytingar á veiran auðveldara með að smita frumur en upphaflega veiran sem kom af stað kórónuveirufaraldrinum. Sérfræðingar hafa talið breska afbrigðið allt að sjötíu prósent meira smitandi en upphaflega veiran.
Þau bóluefni sem nú eru í dreifingu um heiminn voru þróuð til varnar upphaflegu veirunni. Vísindamenn telja að þau ættu samt að geta virkað gegn nýjum afbrigðum en mögulega ekki jafn vel.