Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 11:54 Það komu fleiri ferðamenn til Íslands í janúar og febrúar á síðasta ári en alla hina mánuði ársins að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Vísir/Vilhelm Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira