„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:18 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í þingsal. Heilbrigðisráðherra sakaði þingmanninn um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. vísir/vilhelm „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. Umræður um öflun og dreifingu bóluefnis fóru fram á Alþingi í dag. Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um málið og gafst þingmönnum síðan færi á spurningum. Anna Kolbrún sagði ríkisstjórninni hafa mistekist að upplýsa þjóðina um bólusetningar. „Algjör óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnan og landsmenn eru engu nær um hvenær bóluefni berst, hversu mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið,“ sagði Anna Kolbrún og spurði hvers vegna ríkisstjórnin fari ekki fram hjá bóluefnasamfloti Evrópusambandsins og semji við bóluefnaframleiðendur um auka skammta. „Vissulega geta komið upp hnökrar en samt sem áður er algjörlega augljóst að það voru mistök að treysta aðeins á að Evrópusambandið gætti hagsmuna okkar.“ Svandís sagði spurninguna vera „Miðflokkslega“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm „Ég bendi háttvirkum þingmanni og félögum hennar í þingflokki Miðflokksins, sem eru ekki hressir í dag frekar en aðra daga, að vefurinn bóluefni.is er ágætis vettvangur þar sem staðreyndir eru leiddar fram og þar er enginn óreiða ef háttvirtur þingmaður myndi leggja sig fram um að fylgjast með þar.“ Hún sagði ríkisstjórnina vilja standa við gerða samninga. Ekki sé heldur víst að slíkar tilfæringar beri árangur. Í umræðunum í dag sagðist Svandís raunar viss um að rétt ákvörðun hefði verið tekin varðandi samflotið við Evrópusambandið. Svandís sakaði Önnu Kolbrúnu um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. „Ég legg áherslu á hversu mikilvægt það er, og hversu mikil gæfa hefur verið fólgin í því, að það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera Covid-19, bólusetningar og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini. Því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu.“ Í máli Svandísar í dag kom fram að von gæti verið á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og sagðist hún enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Tæplega 4.800 hafa nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 5.700 lokið bólusetningu, eða alls um 10.400 manns. Í febrúar er búist við þrjátíu þúsund skömmtum frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca, sem er gert ráð fyrir að fái markaðsleyfi á föstudag, eða alls fyrir fimmtán þúsund manns. „Og gera má ráð fyrir að í lok mars verðum við búin að bólusetja 35 þúsund manns,“ sagði Svandís í dag. Gert sé ráð fyrir að tafir á afhendingu vegna vandræða við framleiðslu hjá Pfizer og Astra Zeneca verði unnar upp. „Enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólusetja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.vísir/Vilhelm Þarf aðeins eina sprautu af Janssen Dreifingaráætlanir svo langt fram í tímann liggja ekki fyrir og erfitt er því að staðreyna þessi fyrirheit. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði Svandís að óformlegar upplýsingar bentu til þess að búast mætti við meira af bóluefni í mars. Á þingi í dag báðu þingmenn um að ráðherra hefði slíkar upplýsingar uppi á borðum. „Ósk ráðherra um samstöðu er að sjálfsögðu vel tekin, en hún verður að styðjast við gagnsæi í vinnubrögðum,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. Svandís vísaði þá í samning stjórnvalda um 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen sem hingað til hefur verið búist við á þriðja ársfjórðungi. Af því þarf einungis eina sprautu. „Og það er von á því bóluefni fyrr en áður var gert ráð fyrir, það er að segja á þriðja ársfjórðuni, við erum að gera ráð fyrir því fyrr,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Umræður um öflun og dreifingu bóluefnis fóru fram á Alþingi í dag. Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um málið og gafst þingmönnum síðan færi á spurningum. Anna Kolbrún sagði ríkisstjórninni hafa mistekist að upplýsa þjóðina um bólusetningar. „Algjör óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnan og landsmenn eru engu nær um hvenær bóluefni berst, hversu mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið,“ sagði Anna Kolbrún og spurði hvers vegna ríkisstjórnin fari ekki fram hjá bóluefnasamfloti Evrópusambandsins og semji við bóluefnaframleiðendur um auka skammta. „Vissulega geta komið upp hnökrar en samt sem áður er algjörlega augljóst að það voru mistök að treysta aðeins á að Evrópusambandið gætti hagsmuna okkar.“ Svandís sagði spurninguna vera „Miðflokkslega“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm „Ég bendi háttvirkum þingmanni og félögum hennar í þingflokki Miðflokksins, sem eru ekki hressir í dag frekar en aðra daga, að vefurinn bóluefni.is er ágætis vettvangur þar sem staðreyndir eru leiddar fram og þar er enginn óreiða ef háttvirtur þingmaður myndi leggja sig fram um að fylgjast með þar.“ Hún sagði ríkisstjórnina vilja standa við gerða samninga. Ekki sé heldur víst að slíkar tilfæringar beri árangur. Í umræðunum í dag sagðist Svandís raunar viss um að rétt ákvörðun hefði verið tekin varðandi samflotið við Evrópusambandið. Svandís sakaði Önnu Kolbrúnu um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. „Ég legg áherslu á hversu mikilvægt það er, og hversu mikil gæfa hefur verið fólgin í því, að það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera Covid-19, bólusetningar og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini. Því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu.“ Í máli Svandísar í dag kom fram að von gæti verið á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og sagðist hún enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Tæplega 4.800 hafa nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 5.700 lokið bólusetningu, eða alls um 10.400 manns. Í febrúar er búist við þrjátíu þúsund skömmtum frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca, sem er gert ráð fyrir að fái markaðsleyfi á föstudag, eða alls fyrir fimmtán þúsund manns. „Og gera má ráð fyrir að í lok mars verðum við búin að bólusetja 35 þúsund manns,“ sagði Svandís í dag. Gert sé ráð fyrir að tafir á afhendingu vegna vandræða við framleiðslu hjá Pfizer og Astra Zeneca verði unnar upp. „Enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólusetja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.vísir/Vilhelm Þarf aðeins eina sprautu af Janssen Dreifingaráætlanir svo langt fram í tímann liggja ekki fyrir og erfitt er því að staðreyna þessi fyrirheit. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði Svandís að óformlegar upplýsingar bentu til þess að búast mætti við meira af bóluefni í mars. Á þingi í dag báðu þingmenn um að ráðherra hefði slíkar upplýsingar uppi á borðum. „Ósk ráðherra um samstöðu er að sjálfsögðu vel tekin, en hún verður að styðjast við gagnsæi í vinnubrögðum,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. Svandís vísaði þá í samning stjórnvalda um 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen sem hingað til hefur verið búist við á þriðja ársfjórðungi. Af því þarf einungis eina sprautu. „Og það er von á því bóluefni fyrr en áður var gert ráð fyrir, það er að segja á þriðja ársfjórðuni, við erum að gera ráð fyrir því fyrr,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira