„Fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásgeir Örn, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar. segir að frammistaða íslenska liðsins í Egyptalandi hafi ekki verið alslæm og hægt sé að byggja ofan á hana. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður, atvinnumaður og nú sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir frammistöðu Íslands í leikjunum tveimur gegn Frakklandi og Noregi. „Þetta voru bara virkilega flottir tveir leikir þar sem margt var að ganga upp. Það sem við vorum búnir að kalla eftir – sóknarleikurinn – var glimrandi fínn á köflum. Þetta gaf okkur meiri von og þetta lítur betur út fyrir liðið,“ sagði Ásgeir Örn í viðtali við Gaupa fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Ásgeir Örn játti því að það væru framfarir á mörgum stöðum. „Heilt yfir allt mótið erum við að spila mjög fínan varnarleik og með því fylgdi fín markvarsla svona heilt yfir allt mótið. Svo er það þetta þegar við náum boltanum þá erum við í bölvuðu basli.“ Hafa ber í huga að íslenska liðið var pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum. „Það er alaveg klárlega þannig að við getum séð það að allt í einu er annað lið inn á vellinum. Menn eru hömlulausari, ekki ragir við eitt eða neitt og láta vaða. Það má alveg spyrja sig hvort andlegi þátturinn sé að spila þar inn í. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, lét gamminn geisa á mótinu. Óheppileg ummæli í garð álitsgjafa. Þetta getur vart talist eðlilegt? „Ég verð nú að segja það að mér finnst það ekki. Það eru allir að horfa, allir að fylgjast með og allir hafa skoðanir á þessu. Hvort sem það eru álitsgjafar eða landsliðsmenn. Það má gagnrýna og þá verða þeir bara að taka það til sín þegar það á rétt á sér. Ef ekki þá verða menn bara að leiða það hjá sér, finnst mér,“ sagði Ásgeir Örn um umræðuna í kringum landsliðið á mótinu. „Það er gaman þegar við erum að deila um þetta, það er gaman þegar við höfum skoðanir á þessu, þannig á þetta að vera. Aftur: maður þarf að geta því og menn þurfa að vera málefnalegir.“ Hvernig sér Ásgeir Örn framhaldið fyrir sér. Guðmundur mun klára sitt verkefni með liðið og það nær fram yfir næsta Evrópumót. „Þegar við tökum þetta núna saman er fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð. Það eru efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta framtíð og ég held að Guðmundur eigi að halda áfram á þau braut sem hann er á. Hann þarf að bæta þá þætti sem misfórust á þessu móti og þá lítur þetta bara vel út.“ Hvað þarf að laga, hvað má bæta, hvar kreppir skóinn? „Varnarleikurinn var góður, nú þarf bara að einbeita sér að sóknarleiknum. Hann bætist augljóslega mikið ef við fáum alla mennina okkar inn. Ef Aron [Pálmarsson] kemur inn þá bætast við mikil gæði sóknarlega.“ „Þurfum að fá fleiri með, bæta hraðaupphlaupin, seinni bylgjuna og almennt flot í sóknarleiknum. Það er það sem ég myndi einblína á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Klippa: Ásgeir Örn fór yfir frammistöðu Íslands Handbolti Sportpakkinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Þetta voru bara virkilega flottir tveir leikir þar sem margt var að ganga upp. Það sem við vorum búnir að kalla eftir – sóknarleikurinn – var glimrandi fínn á köflum. Þetta gaf okkur meiri von og þetta lítur betur út fyrir liðið,“ sagði Ásgeir Örn í viðtali við Gaupa fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Ásgeir Örn játti því að það væru framfarir á mörgum stöðum. „Heilt yfir allt mótið erum við að spila mjög fínan varnarleik og með því fylgdi fín markvarsla svona heilt yfir allt mótið. Svo er það þetta þegar við náum boltanum þá erum við í bölvuðu basli.“ Hafa ber í huga að íslenska liðið var pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum. „Það er alaveg klárlega þannig að við getum séð það að allt í einu er annað lið inn á vellinum. Menn eru hömlulausari, ekki ragir við eitt eða neitt og láta vaða. Það má alveg spyrja sig hvort andlegi þátturinn sé að spila þar inn í. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, lét gamminn geisa á mótinu. Óheppileg ummæli í garð álitsgjafa. Þetta getur vart talist eðlilegt? „Ég verð nú að segja það að mér finnst það ekki. Það eru allir að horfa, allir að fylgjast með og allir hafa skoðanir á þessu. Hvort sem það eru álitsgjafar eða landsliðsmenn. Það má gagnrýna og þá verða þeir bara að taka það til sín þegar það á rétt á sér. Ef ekki þá verða menn bara að leiða það hjá sér, finnst mér,“ sagði Ásgeir Örn um umræðuna í kringum landsliðið á mótinu. „Það er gaman þegar við erum að deila um þetta, það er gaman þegar við höfum skoðanir á þessu, þannig á þetta að vera. Aftur: maður þarf að geta því og menn þurfa að vera málefnalegir.“ Hvernig sér Ásgeir Örn framhaldið fyrir sér. Guðmundur mun klára sitt verkefni með liðið og það nær fram yfir næsta Evrópumót. „Þegar við tökum þetta núna saman er fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð. Það eru efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta framtíð og ég held að Guðmundur eigi að halda áfram á þau braut sem hann er á. Hann þarf að bæta þá þætti sem misfórust á þessu móti og þá lítur þetta bara vel út.“ Hvað þarf að laga, hvað má bæta, hvar kreppir skóinn? „Varnarleikurinn var góður, nú þarf bara að einbeita sér að sóknarleiknum. Hann bætist augljóslega mikið ef við fáum alla mennina okkar inn. Ef Aron [Pálmarsson] kemur inn þá bætast við mikil gæði sóknarlega.“ „Þurfum að fá fleiri með, bæta hraðaupphlaupin, seinni bylgjuna og almennt flot í sóknarleiknum. Það er það sem ég myndi einblína á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Klippa: Ásgeir Örn fór yfir frammistöðu Íslands
Handbolti Sportpakkinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða