Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 17:23 Enrique Tarrio, leiðtogi hægriöfgahópsins Proud Boys, hjálpaði alríkislögreglu Bandaríkjanna að handtaka og sakfella 13 manns á árunum 2012-2014. Getty/Stephanie Keith Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51