Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Blikar fagna eftir sigurinn á Valskonum á Hlíðarenda í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira