Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 12:00 Stephan Ernst í dómsal í gær. Getty/Kai Pfaffenbach Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands. Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands.
Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28