Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:23 Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Brussel í dag. Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum. Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum.
Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira