Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Lögreglan í Rochester hefur verið gagnrýnd vegna málsins. Joshua Rashaad McFadden/Getty Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða. Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira