„Hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2021 22:30 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í HS-Orku höllinni. „Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun. Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54