90 ára og eldri boðið í bólusetningu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 11:33 Fólki er boðið í bólusetningu með SMS skilaboðum en þeim sem hefur ekki borist slík skilaboð geta samt sem áður mætt í bólusetningu í dag. vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34. Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira