Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður Sunna Sæmundsdóttir og skrifa 2. febrúar 2021 18:05 Í tilraunaskyni verða breytingar gerðar á skipulagi þingfunda fram að páskum, er miða að því að innleiða styttingu vinnuvikunnar. vísir/Vilhelm Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís. Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís.
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira