Fyrsti samkynhneigði ráðherra Bandaríkjanna sem þingið staðfestir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 21:17 Tilnefning Buttigieg í embætti samgönguráðherra var staðfest í dag. Stefani Reynolds - Pool/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03. Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03.
Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira