Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 10:41 Höfuðstöðvar BBC í London. EPA/Andy Rain Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens. Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens.
Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira